Forsíða

  Þjónusta

  Vörur

  Verkefni

  English

Þjónusta Iðnaðartækni

Iðnaðartækni veitir margs konar þjónustu á sviði sjálfvirkni, allt frá hönnun sjálfvirknikerfa, teikningavinnu og forritun til uppsetningar, gangsetningar og viðhalds. Hér er farið yfir helstu svið sem Iðnaðartækni vinnur á.

Hússtjórnarkerfi

Flest stærri hús sem byggð eru í dag eru búin stýringum af einu eða öðru tagi. Hitastýringar- og lofræstikerfi eru hönnuð til að auka loftgæði og þægindi og þessum kerfum þarf að stýra af nákvæmni með sérhæfðum stýritölvum. Þótt lítil athygli hafi beinst að því á Íslandi er hægt að draga verulega úr orkunotkun í hita- og loftræsikerfum með vel hannaðri stýringu. Iðnaðartækni hannar og forritar slíkar stýringar.

Upphitun gatna og gangstétta verður sífellt algengari. Stundum er óþarfi að keyra kerfin og öðrum stundum þarf að keyra þau á fullum afköstum. Ákveðnir atburðir geta valdið tjóni á kerfunum ef ekki er brugðist rétt við. Með því að tvinna einfalt stýrikerfi við þessi hitakerfi má auka gagnsemi og rekstraröryggi kerfanna og um leið draga úr orkunotkun og kostnaði.

Sundlaugar

Hjá Iðnaðartækni má segja að búi tæmandi þekking á sundlaugum og öllu sem lýtur að stýringum þeirra. Á undanförnum árum hefur fyrirtækið hannað, forritað og sett upp stýrikerfi í fjölda sundlauga á Íslandi og um leið tekið virkan þátt í þróun sundlaugakerfanna. Í dag er tæknilegur rekstur sundlauga orðinn léttari og um leið áhrifaríkari, þar sem nákvæm stýring tækja og góð yfirsýn starfsfólks skipta miklu máli. Sjálfu Bláa Lóninu er stjórnað af Iðnaðartækni og er það skínandi dæmi um vel heppnað þróunarverkefni.

Verksmiðjur og tæki
Sjálfvirkni er gjarnan tengd við iðnað þar sem aukin sjálfvirknin er talin ein helsta forsenda aukinnar framleiðni. Iðnaðartækni hefur allt frá stofnun haft yfir að ráða nýjustu tækni og aðferðum til sjálfvirknivæðingar í iðnaði. Stýringar fyrir flæðilínur, frysti- og kælikerfi, flokkunarvélar og álagsstýringar eru meðal fjölda verkefna sem fyrirtækið hefur unnið fyrir atvinnulífið á undanförnum árum. Auk þess hefur Iðnaðartækni sett upp skráningarkerfi, m.a. fyrir kæla og frysta og eftirlitskerfi í verksmiðjum.

Orkuver og fjarvöktun

Iðnaðartækni hefur reynslu af hönnun minni orkuvera með sérstakri áherslu á stýrihluta verkefnisins. Minni orkuver eru oft höfð sem aukabúgrein og því ekki starfsmaður við þau allan sólarhringinn. Með nýjustu tækni getur Iðnaðartækni veitt eigendum orkuvera, jafnt og öðrum þeim sem reka sjálfvirknikerfi, sítengdan aðgang að sínum kerfum í gegnum hefðbundinn vafra á internetinu, farsímanetið eða þráðlaust á lófatölvu. Þær fjölbreyttu lausnir til fjarvöktunar skipa Iðnaðartækni í fremstu röð á þessu sviði.

Rannsóknir, þróun og nýsköpun
Iðnaðartækni hefur alla tíð veitt kröftum í þróunarverkefni og hefur tekið þátt í stórum og smáum verkefnum í samvinnu við önnur tæknifyrirtæki, iðnaðinn og opinbera aðila. Nýjar hugmyndir eru boðnar velkomnar.

Iðnaðartækni ehf.
Akralind 2
201 Kópavogur
Sími/Tel. +354 562 7127
Fax +354 534 7127
idn@idn.is