Forsíða

  Þjónusta

  Vörur

  Verkefni

  English

Verkefni Iðnaðartækni

Verkefnalisti Iðnaðartækni er góð vísbending um það traust sem fyrirtækið nýtur á markaðnum og þá yfirgripsmiklu reynslu sem býr innanhúss. Iðnaðartækni sér um hönnun og teikningu stýrirása og forritun stýrikerfa á iðntölvum og skjástöðvum. Hér að neðan er útdráttur úr verkefnalista fyrirtækisins.

Nokkur nýleg verkefni og verk í gangi

  • Metanólsverksmiðja, Svartsengi - hússtjórnarkerfi
  • Klettaskóli, Reykjavík - hússtjórnarkerfi
  • Háskóli íslands - VR1 - hússtjórnarkerfi
  • Gufubaðið laugarvatni - sundlaug, pottur, hita- og loftræstikerfi
  • Harpa tónlistarhús, nýbygging - hússtjórnarkerfi
  • Sundlaugin á Hofsósi, nýbygging - sundlaug, pottur, hita- og loftræstikerfi
  • Boðaþing 9, nýbygging - sundlaug, pottar, hita- og loftræstikerfi
  • Ölgerðin Egill Skallagrímsson, nýbygging - hússtjórnarkerfi
  • Háskólinn í Reykjavík - hússtjórnarkerfi
  • Hópsskóli, Grindavík - hússtjórnarkerfi
  • Bláa Lónið - ýmsar stýringar
Nokkur eldri verkefni
  • Sjálandsskóli, Garðabæ, 2. áfangi - hússtjórnarkerfi
  • Össur - framleiðslustýringar
  • Borgarleikhúsið - hita- og loftræstikerfi
  • Hæstiréttur - hita- og loftræstikerfi
  • Hlíðarendi, íþróttamiðstöð - hússtjórnarkerfi
  • Menntaskólinn við Hamrahlíð - loftræstikerfi, neysluvatnsstýring
  • Borgarplast, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ - framleiðslustýringar
  • Sundlaug Kópavogs, nýbygging - sundlaugar, pottar, hita- og loftræstikerfi
  • Sundlaugar Höfn, Sandgerði, Þorlákshöfn, Álftanesi, Kópavogi - sundlaugar, pottar, hita- og loftræstikerfi
  • Fjarðaál, skrifstofur á Reyðarfirði - loftræstikerfi, neysluvatnsstýring, gólfhiti
  • Hitaveita Stykkishólmi, Orkuveita Reykjavíkur - stýring veitukerfis
  • Hvesta raforkuver - raforkustýringar
  • Þörungaverksmiðjan á Reykhólum - Framleiðslustýringar og eftirlitskerfi
Verkefnalistinn er margfaldur að stærð en hér eru talin upp helstu svið sem Iðnaðartækni sérhæfir sig í. Auk hinna hefðbundnu verkefna hefur Iðnaðartækni í gegnum tíðina beitt kröftum sínum að rannsóknum, nýsköpun og kennslu í tölvu- og rafiðnaðargeiranum. Mikil þekking á tölvusjón var byggð upp í fyrirtækinu á tíunda áratugnum og hefur hún jafnt nýst í iðnaði og öðrum fyrirtækjum í þeirri vaxtargrein. Önnur sértæk þróunarverkefni Iðnaðartækni hafa einnig notið viðurkenningar og styrkja frá opinberum aðilum og lítur fyrirtækið svo á að stöðug nýsköpun og þróun er nauðsynlegt eldsneyti í langtímarekstri fyrirtækja.

Starfsmenn Iðnaðartækni hafa kennt stýritækni fyrir ýmsa skóla og fyrirtæki og auk þess tekið þátt í árangursríkum kynningarverkefnum á vegum félaga verkfræðinga og tæknifræðinga.

Iðnaðartækni ehf.
Akralind 2
201 Kópavogur
Sími/Tel. +354 562 7127
Fax +354 534 7127
idn@idn.is